Nútímabörn - Nútímabörn

(Endurbeint frá Nútímábörn)

Nútímabörn er 33 snúninga LP hljómplata með hljómsveitinni Nútímabörn gefin út af SG - hljómplötum árið 1969. Hljóðritun fór fram í Ríkisútvarpinu undir stjórn Péturs Steingrímssonar. Plötuumslagið hannaði Rósa Ingólfsdóttir en ljósmyndir á umslagi tók Kristinn Benediktsson.

Nútímabörn
Bakhlið
SG - 023
FlytjandiNútímabörn
Gefin út1969
StefnaÞjóðlög
ÚtgefandiSG - hljómplötur
StjórnPétur Steingrímsson
Hljóðdæmi

Lagalisti

breyta
  1. Vetranótt - Lag - texti: Ágúst Atlason
  2. Okkar fyrstu fundir - Lag - texti: Darin — Böðvar Guðlaugsson
  3. Anna litla - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Sig. Þórarinsson
  4. Dauði eins er annars brauð - Lag - texti: Simon/Woodley — Þorsteinn Eggertsson
  5. Drykkjumaðurinn - Lag - texti: Ágúst Atlason
  6. Kötturinn ódrepandi - Lag - texti: Morais — Maron Vilhjálmsson
  7. Konan, sem kyndir ofninn minn - Lag - texti: Sverrir Helgason — Davið Stefánsson
  8. La la la - Lag - texti: Me de la Calva — Baldur Pálmason
  9. Vestast í vesturbænum - Lag - texti: Franskt þjóðlag — Sig. Þórarinsson
  10. Landabrugg - Lag - texti: Írskt þjóðlag — Maron Vilhjálmsson
  11. Hvenær vöknum við? - Lag - texti: Lennon–McCartney — Ómar Ragnarsson
  12. Lifandi er ég - Lag - texti: Norskt þjóðlag — Sig. Þórarinsson

Textabrot af bakhlið plötuumslags

breyta
 
Söngflokkurinn Nútímabörn kom fyrst fram snemma á árinu 1968 og vakti þá strax athygli fyrir góðan söng og skemmtilega framkomu. Síðan hefur flokkurinn sungið viða um land, en Nútímabörn eru þau Drifa Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason, Snæbjörn Kristjánsson og Sverrir Ólafsson.

Á hljómplötu þessari, sem er þeirra fyrsta, syngja þau nokkur þeirra laga, sem þau sungu í sínum fyrsta sjónvarpsþœtti, en nú eru lögin öll með íslenzkum textum. Þá er hér að finna mörg önnur lög, sem þau æfðu saman sérstaklega með þessa plötu í huga. Flest eru lögin erlend, en með íslenzkum textum eftir ýmsa góðkunna höfunda. Aukahljóðfæri aðstoða í nokkrum laganna og útsetti Magnús Ingimarsson fyrir þau.