Nútímabörn
Nútímabörn var íslensk þjóðlagarokksveit sem starfaði árið 1969 og gaf út eina breiðskífu, Nútímabörn, sama ár. Platan innihélt mest erlend lög með íslenskum textum en líka tvö frumsamin lög eftir Ágúst Atlason. Hljómsveitina skipuðu Drífa Kristjánsdóttir, Ágúst Atlason, Ómar Valdimarsson, Snæbjörn Kristjánsson og Sverrir Ólafsson.