Nótt hinna löngu hnífa

Nótt hinna löngu hnífa kallast röð pólitískra morða sem hófust í Þýskalandi á miðnætti 30. júní 1934 og var lokið u.þ.b. þremur dögum síðar, 2. júlí. Þau voru vandlega skipulögð af Hitler og þýsku nasistastjórninni og tilgangurinn var að ryðja úr vegi óþægilegum andstæðingum innan nasistaflokksins. Fjöldi meðlima Stormsveita nasista (Brúnstakkar, Sturmabteilung, SA ) voru myrtir, m.a. leiðtogi þeirra Ernst Röhm og fleiri þekktir nasistar.

Ernst Röhm, Heinrich Himmler og Kurt Daluege.

Morðin voru framin af SS og Gestapo. Staða Hitlers innan Þýskalands styrktist til muna eftir þau.