Staðbundinn matur
(Endurbeint frá Næræta)
Staðbundinn matur er mat sem framleiddur er í næsta nágrenni við neytandann og hefur ekki verið fluttur um langa leið. Hvað telst næsta nágrenni er skilgreint með mismunandi hætti. Sumir miða við 100 mílna geisla (160km) meðan aðrir skilgreina svæðið á annan hátt.
Næræta er einhver sem reynir að borða eingöngu staðbundinn mat. Þessi lífsstíll byggir á aukinni meðvitund um umhverfisáhrif okkar og kröfunni um sjálfbærni. Matjurtagarðar í þéttbýli og bændamarkaðir eru lykilþættir í þróun þessa lífsstíls.