Bændamarkaður
Bændamarkaður er markaður þar sem bændur selja vöru sína til neytenda milliliðalaust eða nánast milliliðalaust. Oft leggja bændamarkaðir áherslu á staðbundna matvöru, árstíðabundinn og lífrænan mat. Með því að draga úr fjölda milliliða geta bændur fengið hærra verð fyrir vöruna miðað við heildsölu og neytendur hugsanlega sömu vöru á lægra verði en annars staðar. Flestir bændamarkaðir leggja þó fremur áherslu á aukin gæði en lægra verð.