Dögg

aðgreiningarsíða á Wikipediu
(Endurbeint frá Náttfall)

Dögg (áfall, náttfall eða væða) er gufa í loftinu sem hefur þést á einhverju köldu, t.d. á grasi eða laufum. Dögg þéttist vanalega yfir nóttina og er augljós berum augum að morgni dags.

Döggmerlaður kóngulóavefur.
Dögg á strái.
Döggslungið gras.

Dögg í íslensku máli breyta

Talað er um döggslungið gras eða t.d. daggvota þúfu þegar dögg er í grasi eða á þúfnakolli. Allgengt er að segja að dögg falli á, eins og Þórður Tómasson skrifar í Veðurfræði Eyfellings:

Raki stígur upp af jörðinni daglangt og undir kvöldið fer að falla á.

Hann talar líka um að jörð eða gras sé löðrandi í vatni, þegar það er mikið döggfall. Þegar dögg tekur af er stundum líka sagt að það/hann svaðrar af og átt við að döggin þorni af. Halldór Laxness talar um það í Íslandsklukkunni að það sé væða í grasinu: Það var væða í grasi. Og líka í Sjálfstæðu fólki: Væða í túninu, mýrin mórauð, grænkað í rindum.

Þágufall af dögg er dögg[1], en stundum einnig skrifað döggu (sbr. ör), en aðallega í skáldamáli. Í Völsungakviðu hinni fornu er sagt að dýrkálfurinn sé „döggu slunginn“. Eignarfallið af dögg er daggar[1] en döggvar er líka til, og því er hvortveggja rétt málfræðilega: daggardropar og döggvardropar. Jóhann Jónsson skáld segir t.d. í einu ljóða sinna: Blítt lætur veröldin. / Drjúpa döggvartár / um dalvíðishár...

Tengt efni breyta

  • Daggarmark, það hitastig sem loftraki þéttist við

Heimildir breyta

  1. 1,0 1,1 „Beyging orðsins „dögg". á Beygingarlýsingu íslensks nútímamáls

Tenglar breyta