Frumefni í flokki 11
(Endurbeint frá Myntmálmar)
Flokkur → | 11 |
---|---|
↓ Lota | |
4 | 29 Cu |
5 | 47 Ag |
6 | 79 Au |
7 | 111 Rg |
Frumefni í flokki 11 í lotukerfinu eru fjórir hliðarmálmar, en þrjá þeirra er algengt að nota í myntir. Þessir málmar eru því stundum kallaðir myntmálmar. Þetta eru kopar, silfur, gull og röntgenín sem er óstöðugt geislavirkt tilbúið efni. Fyrir utan röntgenín koma allir þessir málmar fyrir hreinir í náttúrunni og hafa þekkst frá forsögulegum tíma. Þessir málmar eru tiltölulega stöðugir og ónæmir fyrir tæringu og leiða vel rafmagn.