Múrmansk

bær í Rússlandi
(Endurbeint frá Murmansk)

Múrmansk (rússneska: Му́рманск) er hafnarborg á Kólaskaga og höfuðborg í Múrmansk-fylki í norðvestur- Rússlandi, nálægt norsku og finnsku landamærunum. Borgarbúar voru tæp 300.000 árið 2014 en íbúum hefur stórfækkað á síðustu 30 árum og íbúar árið 1989 voru u.þ.b. 468.000. Borgin er þó sú fjölmennasta norðan við heimskautsbaug.

Höfnin í Murmansk.
Staðsetning.
loftmynd.
Prospekt Lenin; aðalgatan.

Borgin á rætur að rekja til fyrri heimstyrjaldar þegar lestarteinar voru lagðir þangað í þeim tilgangi að flytja vörur sjóleiðis. Árið 1916 er talið stofnár borgarinnar. Árin 1918-1920 í rússnesku borgarastyrjöldinni voru bandamenn og hvítliðar með yfirráð yfir borginni. Í síðari heimsstyrjöldinni var borgin mikilvæg fyrir vöruflutninga til Sovétríkjanna þegar aðrar leiðir voru lokaðar. Skipalestir fóru reglulega til borgarinnar. Þjóðverjar sem voru á finnsku landsvæði gerðu stórfellda árás á borgina en andspyrna og harður vetur ráku þá á brott aftur.

Akureyri er vinabær Múrmansk.

Heiti; -sk er almennt slavneskt viðskeiti sem notað er til að setja saman bæjarheiti en Múrman er afbökun af Norðmaður / Norman enda bærinn byggður á Norðmannaströnd.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Murmansk“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 4. apríl. 2017.