Mumford & Sons
Þessi grein þarfnast hreingerningar svo hún hæfi betur sem grein hér á Wikipediu. |
Mumford & Sons eru bresk þjóðlagapopps-hljómsveit frá Lundúnum, Englandi. Hljómsveitin var stofnuð árið 2007 þegar Marcus Mumford (aðalsöngvari, gítar, trommur), Ben Lovett (bakraddir, píano, hljómborð), Winston Marshall (bakraddir, banjó, rafmagnsgítar) og Ted Dwane (bakraddir, bassi) kynntust.
Mumford & Sons hafa gefið út 3 plötur: Sigh No More (2009), Babel (2012) og Wilder Mind (2015). Sigh No More komst í annað sæti á bæði vinsælustu plötum Englands og Billboard 200 í Bandaríkjunum. Babel og Wilder Mind komust hinsvegar báðar í fyrsta sæti í Bandaríkjunum og Englandi. Hljómsveitin hefur einnig gefið út tvær tónleika plötur, Live at Shepherd's Bush Empire (2011) og The Road To Red Rocks (2012).
Hljómsveitin hefur unnið til margskonar verðlaun í gegnum feril sinn, þar á meðal besta platan á Brit Awards fyrir plötuna Sigh No More árið 2011, og var platan einnig verið tilnefnd til 6 Grammy verðlauna. Platan Babel var tilnefnd til 8 Grammy verðlauna og vann Bestu plötu ársins á Grammy-verðlaununum. Hljómsveitin vann einnig Brit Award fyrir bestu ensku hljómsveitina.