Mortar er ræðukeppni Menntaskólans við Hamrahlíð og snýr að keppni í mælsku innanskóla. Hún fer fram með mjög svipuðum hætti og Morfís, sem er ræðukeppni milli framhaldsskóla á Íslandi.

Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi. Í hverri Mortar viðureign takast á tvö keppnislið skipuð fjórum nemendum frá hvorum pól (með og á móti). Þeir kallast liðsstjóri, frummælandi, meðmælandi og stuðningsmaður.

Val á sigurvegara byggist á rökum liðanna, flutningi, svörum við rökfærslu andstæðinganna og hughrifum dómara.

Dómgæsla

breyta

Í venjulegri Mortarkeppni eru þrír dómarar með dómararéttindi frá stjórn MORFÍs. Málfundafélag NFMH getur hinsvegar leyft réttindalausum aðilum að vera dómarar, gegn samþykki beggja liða.

Í hverri keppni er einn oddadómari. Hann gefur ræðumönnum refsistig á sínu dómblaði og tilkynnir úrslit í lok keppni.

Í flestum tilvikum skipar Málfundafélag skólans dómarana en í undantekningartilvikum semja liðin um þá sín á milli.

Eftir að allir ræðumenn hafa lokið máli sínu, dómarar gefið einkunn fyrir alla liði hjá báðum ræðum allra ræðumanna og fundarstjóri sagt til um að eiginlegri keppni sé lokið, fara dómarar afsíðis og reikna úr stigum sínum í svokölluðu dómarahléi. Þar eru öll stig allra dómara lögð saman, refsistig dregin frá, og viðeigandi tölfræði reiknuð út. Bent er á sérstakt Excel skjal á www.morfis.is þar sem tíðkast hefur að setja allan reikning inn í það.

Að því loknu afhendir fundarstjóri oddadómara fundarstjórn og hann tilkynnir úrslitin í því sem nefnt er, með réttu, oddadómararæða. Nauðsynlegar upplýsingar, samkvæmt lögum Morfís, í þessari ræðu eru heildarmunur liða, sigurlið og ræðumaður kvöldsins (stigahæsti ræðumaður kvöldsins) eða Ræðumaður Menntaskólans við Hamrahlíð ef um er að ræða úrslitakeppni Mortar.

Þó hefur skapast hefð fyrir því að oddadómarar ræði daginn og veginn, gefi upp ógrynni af áhugaverðri eða óáhugaverðri tölfræði, gefi mat sitt á liðum og keppninni í heildinni, komi með athugasemdir og haldi áhorfendum og keppendum í heljargreipum spennu. Mjög misjafnt er, bæði hvað varðar lengd og eðli, hvernig oddadómarar flytja þessa oddadómararæðu og stundum mætti segja að henni svipi til uppistands.

Dómblað

breyta

Hver um sig gefa dómararnir öllum ræðumönnum (frummælanda, meðmælanda og stuðningsmanni) einkunn frá 1-10 fyrir hvora ræðu í fjórum liðum.

Ræða

breyta

Í þessum lið er uppsetning og gæði ræðu metin. Þar spila rök, málfar, áhrifamáttur orða, skemmtanagildi og flæði stærst hlutverk. Mortarræður þykja í flestum tilvikum langt frá því að hafa sömu gæði og Morfíssræður í mörgum tilvikum eru þær samdar mjög stuttu fyrir keppni, eða jafnvel hluti þeirra á staðnum, og snúast að mestu leyti um grín og glens. Mortarræður þykja þó oft hafa einkennandi stílbragð, svipað og Morfísræður, oft eru myndlíkingar eða sögur hafnar í byrjun ræðu og þeim lokið í lok ræðu með meginmáli á milli. Hefð er fyrir því að inngangur og meginmál sé fyrir svarakafla og að honum loknum komi lokaorð með upphafsorðunum "góðir gestir". Ætlast er til þess að ræðumenn byrji fyrri ræðu sína á "Fundarstjóri, dómarar, andmælendur og góðir gestir" en þá seinni aðeins á "Fundarstjóri" en þó gilda ekki strangar reglur um það líkt og í Morfís og satt að segja er þessum byrjunarorðum sleppt í flestum tilvikum. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 4 við útreikning stiga í dómarahléi.

Málflutningur

breyta

Í þessum lið er öryggi og flutningur ræðumannsins metin. Hvort hann horfir til fólksins eða niður á blaðið, hvernig handahreyfingar koma út, hversu skýrmæltur, sannfærandi, öruggur og áhrifaríkur flutningurinn og ræðumaðurinn er. Oft er hægt að sjá áhrif frá uppistandi, stjórnmálum, rappi, útvarpslestri, kennslu, Morfísræðum og fleiru í flutningi Mortarræðumanna. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 3 við útreikning stiga í dómarahléi.

Eitt af verkefnum ræðumanns er að svara rökum ræðumanna andstæðinganna, oftast í sérstökum svarakafla. Þetta þykir oft eitt vandasamasta verk ræðumanna og segir að margra mati mikið um eðli ræðumannsins. Svör eru oftast skrifuð á staðnum þó stundum séu nokkur tilbúin svör til staðar, ólíkt í Morfís þar sem tilbúnu svörin geta farið yfir hundrað. Í þessum lið skipta gæði svara, rök, hnitmiðun, málfar, skemmtanagildi, öryggi flutnings, viðbrögð við ófyrirsjáanlegum rökum og þýðing þeirra fyrir rökræðuna í held mestu máli. Fyrri ræða frummælanda, framsöguræða keppninnar, inniheldur engin svör. Einkunn í þessum lið er margfölduð með 4 við útreikning stiga í dómarahléi.

Geðþóttastuðull dómara

breyta

Þessi liður er að mestu leyti frjáls dómaranum. Einstök atriði eða persónulegar tilfinningar í garð ræðumannsins geta ráðið öllu fyrir þennan lið og margir dómarar veigra sér ekki við að setja „1“ eða „10“ í þennan lið við lítil tilefni.

Hann er ætlaður sem einkunn á almennri tilfinningu dómarans fyrir ræðumanninum. Hvernig ræða, flutningur og svör var dómaranum að skapi og hversu góður honum þótti ræðumaðurinn á heildina litið. Þessi liður er stundum kallaður "Hughrif" og það nafn var notað á tillögu að nýju dómblaði. Deilt hefur verið um hvort gefa megi 0 í þessum lið, þar sem lög Morfís og leiðbeiningar stangast á. Einkunn í þessum lið er ekki margfölduð við útreikning stiga í dómarahléi og gildir því minnst.

Refsistig

breyta

Refsistig eru gefin ræðumönnum sem fara út fyrir tímamörk ræðu sinnar. Ræðutími er einni mínútu styttri en í Morfís. Í framsöguræðu (fyrri ræðu frummælanda) eru þau tímamörk 3-4 mínútur en í öðrum ræðum keppninnar eru þau 2-3 mínútur. 1 refsistig er gefið fyrir hverja sekúndu sem hver ræðumaður fer yfir eða undir þessi tímamörk í ræðu sinni.

Venjulega eru heildarstig í Mortar keppni frekar fá (3 dómarar * sex ræður * 4 liðir * einkunn á bilinu 1-10) en munur milli liða er allt frá örfáum stigum til nokkurra hundraða svo misjafnt er hvort refsistig breyta úrslitum keppna.

Hefðin er að hafa aðeins einn tímavörð við Mortar keppni þar sem tveir þykja óþarfi sem starfar við að taka tíma ræðumanna og tilkynnir fundarstjóra tíma hvers ræðumanns eftir að dómarar hafa lokið við að dæma hann. Þess má þó geta að nýlega hefur venjan verið slík að fundarstjóri gegni hlutverki tímavarðar og hefur oftast (í gríni) verið nefndur 'tímavarðarfundarstjóri'.

Oddadómari gefur, einn dómara, þessi refsistig á sínu dómblaði og tilkynnir oft um fjölda refsistiga keppninnar í oddadómararæðu sinni.

Meðalstig framsöguræðu

breyta

Frummælandi svarar ekki í fyrru ræðu sinni (framsöguræðu) og fær því ekki stig fyrir svör í þeirri ræðu. Til að vega upp á móti þessu var settur inn liður á dómblaðið sem deilir heildarstigum framsöguræðu í 2 (námundað upp ef hálf tala kemur upp) og bætir þeim við heildarstig ræðumannsins.

Þessum stigum skal þó ekki bæta við heildarstig keppninnar en það mundi, ólíkt trú margra, geta haft áhrif á úrslit keppninnar. Ef framsöguræða annars liðs er hærra dæmd en hins liðsins eykst sá munur við að bæta meðalstigum framsöguræðu við. Hærra dæmd ræða fær hærri meðalstig. Þannig eykur þetta vægi frummælandans í keppninni og ef samanburður frummælanda var ekki í samræmi við samanburð liðanna getur það breytt úrslitum keppni. Síðan er álitamál hvort þessi áhrif eigi rétt á sér.

Sjá einnig

breyta