Monte Falterona
Monte Falterona er 1.654 metra hátt fjall í norðurhluta Appennínafjalla á mörkum héraðanna Toskana og Emilía-Rómanja og skiptist milli sýslnanna Flórens, Arezzo (Toskanamegin) og Forlì-Cesena. Fjallið er aðallega myndað úr sandsteini. Í hlíðum þess í 1.328 metra hæð er uppspretta sem er skilgreind sem upptök Arnófljóts.