Mismunun
Mismunun er þegar sambærilegar aðstæður eru meðhöndlaðar með mismunandi hætti þar sem talið er að munurinn á meðhöndlun aðstæðanna skýrist (aðallega) af þáttum eins og aldri, kyni, kynvitund, þjóðerni, þjóðernisuppruna, kynþætti, eða öðrum einkennum persóna eða staðreyndum. Útkomurnar gæti ýmist verið andstæð hverri annarri (t.a.m. samþykki og synjun umsóknar) eða verið hin sama en með öðru ferli.
Athuga þarf að mismunun í lagalegu samhengi gæti verið talin réttlætanleg, sem sagt að málefnaleg rök séu fyrir henni, en þá eru taldar liggja fyrir nægar staðreyndir í málunum sem réttlæti mismunandi niðurstöður tveggja einstakra mála eða meðferð þeirra. Til að mynda að dæmdar séu mismunandi bætur fyrir skemmdir ef munur er á verðmæti hlutanna.
Mismunun er talin vera jákvæð þegar réttlæting hennar er falin í sér að aðgerðir til að útrýma ríkjandi mismunun myndu ella taka of langan tíma eða væru ólíklegar til að takast. Slíkar aðgerðir þurfa þó að vera í samræmi við meðalhóf.