Miklavatn (Fljótum)

stöðuvatn í Fljótum í Skagafirði

Miklavatn er 7,4 km² stöðuvatn í Fljótum í Skagafirði og er annað stærsta stöðuvatn héraðsins.[1] Grandinn Hraunamöl skilur það frá sjó en frárennsli úr vatninu er um Hraunaós.[2] Vatnið er gamall fjörður en grandinn hefur svo hlaðist upp og lokað honum.[3]

Í vatninu er mikil silungsveiði en þar sem sjór gengur oft inn í vatnið og það er saltara á botninum veiðast þar einnig ýmsir sjávarfiskar. Í Miklavatn rennur Fljótaá úr Stífluvatni en einnig renna í það smærri ár og lækir.[2]

Snemma á 20. öld var til umræðu að grafa skipgengan skurð í gegnum Hraunamöl og gera hafskipahöfn í Miklavatni en ekkert varð úr þeim áformum. Á 5. áratug aldarinnar höfðu sjóflugvélar sem stunduðu síldarleitarflug bækistöð á Miklavatni á sumrin.

Tilvísanir

breyta
  1. „Miklavatn í Fljótum“. Icelandic Institute of Natural History. Afrit af upprunalegu geymt þann 26 maí 2024. Sótt 9 apríl 2025.
  2. 2,0 2,1 „Miklavatn - NAT ferðavísir“. 28 júlí 2022. Sótt 9 apríl 2025.
  3. „Skagfirðingabók - 1. tölublað (01.01.1966) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 9 apríl 2025.