Miklagljúfursþjóðgarðurinn

Miklagljúfursþjóðgarðurinn (enska: Grand Canyon National Park) er þjóðgarður í Bandaríkjunum sem stofnaður var árið 1919. Þjóðgarðurinn er 49.308 ferkílómetrar að stærð og er einn elsti sinnar tegundar í Bandaríkjunum. Mörk þjóðgarðarins eru þjóðarminnismerkið Miklagljúfur-Parashant til norðvesturs, Havasupi og Haulapai verndarsvæðunum til suðvesturs og Navaho verndarsvæðinu til austurs. Bæði til suðurs og norðurs eru mörk þjóðgarðarins að Kaibab-þjóðskóginum.

Dögun í suðurhluta gljúfursins.
Kort.

Land í Miklagljúfursþjóðgarði er að miklu leyti í eigu ríkisins, eða 49.147 ferkílómetrar, og afgangurinn er í eigu einkaaðila. Þjóðgarðinum er stjórnað af þjóðgarðsnefnd Innanríkisráðuneytis Bandaríkjanna. Þjóðgarðurinn er á heimsminjaskrá UNESCO.[1]

TilvísanirBreyta

  1. „Grand Canyon National Park Arizona, United States of America“ (PDF). The UNEP World Conservation Monitoring Centre (enska). Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 2. ágúst 2010. Sótt 14. október 2010.