Mið-Jótland

(Endurbeint frá Midtjylland)

Mið-Jótland (danska: Midtjylland) er eitt af fimm héruðum Danmerkur. Höfuðstaður héraðsins er í Viborg, en Árósar eru fjölmennasta sveitarfélagið.

Áður var Mið-Jótland lauslega tilgreint landssvæði í Danmörku. Til eru mismunandi afmarkanir af svæðinu en yfirleitt er það talið fela í sér Herning, Ikast, Brande, Bjerringbro, Viborg, Skive og oftast Silkeborg í austri, stundum ytri staði eins og Grindsted, Billund og Give í suðri, og Holstebro norðvestan til. Mið-Jótland skarast í miklum mæli á Vestur-Jótlandi, að hluta til á Austur-Jótlandi og á jaðarsvæðum Norðurvestur-Jótlands og Suður-Jótlands.

Sveitarfélög breyta

Það eru 19 sveitarfélög á Mið-Jótlandi. Sveitarfélagið Árósar er fjölmennasta sveitarfélagið með um 350 þúsund íbúa 2021.[1] Ringkøbing-Skjern er stærsta sveitarfélag Danmerkur og nær yfir tæpa 1500 ferkílómetra.

Tilvísanir breyta

   Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.