Billund er smábær á suður-Jótlandi. Íbúafjöldinn er rúmlega 6.000 manns (6.070 árið 2004). Við bæinn er alþjóðaflugvöllur og þar eru einnig verksmiðjurnar sem framleiða hina heimsþekktu Lego-kubba. Á þeirra vegum er rekinn skemmtigarðurinn Legoland. Bærinn er um 30 km vestur frá Vejle og um 55 km austur frá Esbjerg.

Kort sem sýnir staðsetningu Billund í Danmörku.
  Þessi landafræðigrein sem tengist Danmörku er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.