Middlesbrough
Middlesbrough er borg í Norður-Yorkshire á norðaustur-Englandi. Borgin byggðist upp sem iðnaðarborg við ánna Tee.
Árið 1830 voru 40 íbúar en þeir urðu nálægt yfir 7000 um 1850. Járn- og stálvinnsla voru mikilvægar atvinnugreinar. Margir Írar komu til borgarinnar til að vinna í þeim iðnaði. Vegna mikilvægrar stöðu borgarinnar í hergagnaframleiðslu gerðu Þjóðverjar loftárásir á hana í seinni heimsstyrjöld.
Árið 2011 voru 138.000 íbúar þar en 175.000 á stórborgarsvæðinu. Íbúum hefur fækkað frá 1980. Middlesbrough ásamt smærri borgum og bæjum mynda þéttbýlissvæðið og sveitarfélagið Teeside þar sem búa 376.000 manns (2011). Höfnin Teesport er sú þriðja stærsta í Bretlandi. Knattspyrnuliðið Middlesbrough F.C. er með aðsetur á Riverside stadium.
Rétt suður af borginni er North York Moors-þjóðgarðurinn.
Heimild
breytaFyrirmynd greinarinnar var „Middlesbrough“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. mars. 2017.