Middlesbrough er borg í Norður-Yorkshire á norðaustur-Englandi. Borgin byggðist upp sem iðnaðarborg við ánna Tee.

Transporter Bridge, eitt af kennileitum borgarinnar.
Ráðhús borgarinnar.
Acklam Hall, elsta hús borgarinnar.

Árið 1830 voru 40 íbúar en þeir urðu nálægt yfir 7000 um 1850. Járn- og stálvinnsla voru mikilvægar atvinnugreinar. Margir Írar komu til borgarinnar til að vinna í þeim iðnaði. Vegna mikilvægrar stöðu borgarinnar í hergagnaframleiðslu gerðu Þjóðverjar loftárásir á hana í seinni heimsstyrjöld.

Árið 2011 voru 138.000 íbúar þar en 175.000 á stórborgarsvæðinu. Íbúum hefur fækkað frá 1980. Middlesbrough ásamt smærri borgum og bæjum mynda þéttbýlissvæðið og sveitarfélagið Teeside þar sem búa 376.000 manns (2011). Höfnin Teesport er sú þriðja stærsta í Bretlandi. Knattspyrnuliðið Middlesbrough F.C. er með aðsetur á Riverside stadium.

Rétt suður af borginni er North York Moors-þjóðgarðurinn.

Heimild

breyta

Fyrirmynd greinarinnar var „Middlesbrough“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 27. mars. 2017.