Michigan-háskóli
(Endurbeint frá Michigan-háskóli í Ann Arbor)
Michigan-háskóli í Ann Arbor (University of Michigan, Ann Arbor, einnig þekktur sem UM, U of M eða Umich) er ríkisrekinn rannsóknarháskóli í Michigan fylki í Bandaríkjunum. Skólinn var stofnaður árið 1817 um 20 árum áður en Michigan varð ríki. Skólinn flutti til Ann Arbor árið 1837. Hann er elsti háskólinn í Michigan.
Nemendur í grunnnámi eru á 26. þúsund og framhaldsnemar eru á 16. þúsund. Á sjöunda þúsund kennarar starfa við skólann. Fjárfestingar skólans nema um 5,65 milljörðum bandaríkjadala.
Einkunnarorð skólans eru Artes, Scientia, Veritas eða „Listir, vísindi, sannleikur.“