Michel Houellebecq ([miʃɛl wɛlˈbɛk]) (fæddur 26. febrúar 1956 á Réunion[1]) er franskur rithöfundur. Houllebecq sem er landbúnaðarverkfræðingur er einn vinsælasti og umdeildasti rithöfundur Frakka um heim allan nú um stundir. Þeir sem hallmæla honum þykja bækur hans klámfengnar og fullar af mannfyrirlitningu, en aðdáendur hans telja hann hafa einstaklega skarpa sýn á skuggahliðar og markaðshyggju íbúa Vesturlanda.

Michel Houellebecq

Houllebecq var dreginn fyrir rétt í Frakklandi fyrir ummæli sín um íslam sem hann kallaði „heimskulegustu trúarbrögðin“. Málaferlin vöktu mikla athygli en Houllebecq var á endanum sýknaður[2][3].

Skáldsögur breyta

  • Extension du domaine de la lutte
  • Öreindirnar, útgefin í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 2000 (Les Particules élémentaires)
  • Áform, útgefin í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 2002 (Plateforme)
  • La Possibilité d'une île
  • Kortið og landið, útgefin í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 2012 (La Carte et le territoire)
  • Undirgefni, útgefin í íslenskri þýðingu Friðriks Rafnssonar 2016 (Soumission)

Tilvísanir breyta

  1. Þröstur Helgason. „Skrautlegur ferill“. Lesbók Morgunblaðsins. 77 (45) (2002): 4.
  2. . „Segir múhameðstrú „heimskulega““. Morgunblaðið. 89 (198) (2001): 27.
  3. . „Houellebecq sýknaður“. Fréttablaðið. 2 (211) (2002): .