Þýði er hugtak í tölfræði yfir mengi allra talnagagna í ákveðnum hóp. Þegar hluti af þýðinu er tekinn fyrir, kallast það úrtak. Athuga verður að mengi yfir talnagögn geta líka verið þýði og úrtak á sama tíma, eftir því hvernig litið er á það. Dæmi um það er að aldur allra jarðarbúa þýði en aldursdreifing ákveðinnar þjóðar væri úrtak af því. Hins vegar getur aldursdreifing ákveðinnar þjóðar verið þýði og úrtakið væru einstaklingar sem féllu undir ákveðin skilyrði eins og kyn, aldur, búseta eða önnur skilyrði sem sett eru.

Þýði er yfirleitt skilgreint sem safn allra þeirra viðfangsefna sem draga á ályktanir um og úrtak er hluti þeirra viðfangsefna. Ekki má rugla saman saman líkindadreifingu og þýði. Oft er talað um líkindadreifingu þýðis en það er ekki þar með sagt að þýðið sé dreifing, það er allt annar hlutur.

Tengill

breyta
  • „Hvernig má skilgreina hugtakið þýði og hvað greinir það frá úrtaki?“. Vísindavefurinn.
   Þessi tölfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.