Mexíkóflóa meinhaddur

Mexíkóflóa meinhaddur (fræðiheiti: Brevoortia Patronus) er smár uppsjávarfiskur af síldarætt. Hann veiðist einungis í Mexíkóflóa helst á grunnslóðum að undanskildu í austur Yucatan og hjá vestur Kúbu. Meinhaddurinn er nánast einungis veiddur til bræðslu, eða 98%, 2% fer í beitu. Samkvæmt DNA rannsóknum sýna þær að Mexikóflóa meinhaddurinn sé skyldur Atlantshafs meinhaddinum. Báðar þessar tegundir eru mjög mikilvægar fisktegundir fyrir mjöl og lýsis framleiðslu. Mexikóflóa meinhaddur er einungis veiddur af Bandaríkjamönnum. Hann stendur í öðru sæti hjá Bandaríkjunum yfir mest magn veitt á eftir Alaska ufsa.

Mexíkóflóa meinhaddur

Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Seildýr (Chordata)
Flokkur: Beinfiskur (Actinopterygii)
Ættbálkur: (Clupeiformes)
Ætt: (Clupeidae)
Ættkvísl: Brevoortia
Tegund:
Brevoortia Patronus

Mexikóflóa meinhaddur er uppsjávarfiskur sem heldur sig í torfum. Á sumrin heldur hann sig á grunnslóð en til eru dæmi um Meinhadda sem fara í október á djúpsjávarsvæði við Missisippi. Hann síar sjóinn líkt og síld og nærist á svifi. Fullorðins meinhaddur getur síað allt að 28 lítra af sjó á einni mínútu. Meinhaddurinn hryggnir að vetri til, hann getur fjölgað sér gífurlega hratt, allt að tvöföldun stofnstærð á undir fimmtán mánuðum. Meinhaddar ná kynþroska á öðru aldursári en lifa aðeins til þriggja ára aldurs. Algeng stærð á Mexikóflóa meinhaddi er 20-23 cm, svipað og loðna.

Veiðar og veiðiaðferðir

breyta

Mexikóflóa meinhadda veiðar eru stundaðar af 40 veiðiskipum, sem innihalda 2 nótabáta, og 2 brunbátum. Brunbátarnir sækja fisk frá veiðiskipunum og koma með afla að landi, sem gerir veiðiskipunum kleyft að vera lengur á miðunum.

Áhafnirnar skipa fjórtán manns (skipstjóra, bátsmann, stýrimann, yfirvélstjóra, annan vélstjóra, kokk og átta háseta). Veiðiskipin leggja í hann árla morguns og ná á miðin rétt fyrir sólarupprás. Á venjulegum degi kasta þeir nótinni fjórum til fimm sinnum. Skipin gætu náð nokkrum túrum á hverri viku.

 

Þegar skipstjórinn hefur fundið lóðningar frá torfu gerir áhöfnin sig klára. Þeir undirbúa tvo nótabáta sem eru á skut skipsins. Hver bátur inniheldur hálfa nót sem þeir henda út í kringum torfurnar. Þegar bátarnir hittast og loka hringnum byrjar þeir að þrengja nótina um borð í litlu bátunum. Veiðiskipið kemur að nótabátunum og tekur á móti nótinni á bakborða. Nú eru fiskarnir hýfðir nær yfirborði sjávar þar sem nótinni er lyft með krana. Aflanum er síðan dælt með miðflóttaraflssugu yfir skiljur ofan í kældar lestar. Algengt er að nótin sem notuð er til veiða á Mexikóflóa meinhöddum sé 360 m að lengd og 10-12 faðma á dýpt.

Skipin endurtaka leik sinn þegar þeir finna aðra torfu eða sigla með aflan að landi í átt að bræðslu. Þaðan er aflanum dælt upp úr lestum og bræddur. Stærð á meinhadda torfu getur verið frá þremur tonnum allt að hundrað tonnum, algengast um 17-22 tonn.

Vinnsla og landanir

breyta

Síðan árið 2000 hafa fjórar fiskimjölsverksmiðjur starfað við bræðslu á Mexikóflóa meinhaddi. Ein í Missisippi (Moss Point) og þrjár í Louisiana (Empire, Abbeville og Cameron). Meðafli, afli annar en Mexikóflóa meinhaddur, er mjög lítill miðað við annars konar veiðar. Rannsóknir sýna að meðafli sé aðeins um 0,04% í Mexikóflóa meinhadda nótaveiðum.

Það eru ákveðin tímabil sem veiðar á Mexikóflóa meinhadda fara fram. Tímabilið byrjar þriðja mánudag í apríl og endar 1. nóvember hvert ár, um það bil 140 dagar á ári. Mikið hefur verið fylgst með veiðum á Mexikóflóa meinhöddum og til eru gögn frá árinu 1964 þar sem fylgst hefur verið daglegum löndunum.

Meinhaddaveiðar eru ein af elstu og mest verðmætustu veiðum Bandaríkjamanna. Mestu var landað árið 1984 eða 985.000 tonn. Árið 2010 voru veidd 379.727 tonn af Mexikóflóa meinhadda, 17% minna en árið áður. Þetta er 15% minni afli en meðalafli síðustu fimm ára. Hvergi er að finna tölur fyrir árið 2011 en veiðispáin reiknaði með 437.000t afla.

Á hverju ári er gefin út veiðispá, svipuð og ársskýrsla Hafrannsóknarstofnarinnar en þar meta þeir hversu vel gekk að veiða fiskinn árið áður „Catch-per-unit-effort, CPUE“. Því betur sem gengur að veiða fiskinn því meira er til af honum, svipar til rallsins hjá Hafró. Þeir viðurkenna þó að miklar nótaveiðar séu ekki góður mælikvarði á stofnstærð. Árið 2012 var fertugasta árið sem Bandaríkjamenn hafa byggt veiði sína á veiðispám.

Árið 2010

breyta

Veiðitimabilið byrjaði 19. apríl. Daginn eftir sprakk olíubor pallur hjá British Petroleum í Mexíkó flóa. Við þetta breyttust ferlar skipanna og beyttu stjórnvöld lokunum á svæðum sem mengast höfðu af olíu. Það gekk þokkalega vel að veiða Mexikóflóa meinhadda út apríl. Skipin eltust við að veiða á þeim svæðum sem voru opin. En 27. júní lokaðist á svæði fyrir utan Moss Point og láu þau skip við bryggju allan júlí mánuð. Um miðjan júlí hafði National Marine Fisheries Service lokað nánast öllum flóanum. Til að bæta gráu ofan á svart þá kom yfir fiskimiðin hvirfilbylurinn Alex og hitabeltisstormurinn Bonnie í júlí og truflu veiðar enn frekar. Fiskimiðin voru opnuð aftur í byrjun ágúst.

Verðmæti Mexíkóflóa meinhadda

breyta

Frá 1990 hefur 80% af mjöl og fiskiolíu útflutningi BNA manna verið Meinhaddar, Mexikóflóa eða Atlantshafs. Jarðskjálftar í Chile og fleira sem valdið hafa skemmdum á fiskimjölsverksmiðjum hafa leitt til samdráttar í framboði á fiskimjöli og hefur því mjölverð náð óþekktum hæðum. Mjölverð fór árið 2010 í 1.937 dollara á tonnið, sem er 85% hækkun miðað við árið áður.

Það eru Norðmenn sem flytja mest inn af fiskiolíu frá Bandaríkjunum og líklegt þykir að það sé vegna þess að olían er notuð sem orkugjafi í fiskeldi.

Tilvísanir

breyta

Heimildir

breyta
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Gulf manheden“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. febrúar 2012.
  • Fyrirmynd greinarinnar var „Filter feeder“ á ensku útgáfu Wikipedia. Sótt 3. febrúar 2012.
  • „Forecast 2011“ (PDF).
  • „Landings“.
  • „Home | Food and Agriculture Organization of the United Nations“. FAOHome (enska). Aflatölur
  • „Langflestar bræðslur á Íslandi“.
  • „Bræðsla“.
  • „International Fishmeal and Fish Oil Organisation“ (PDF).
  • „Species Fact Sheet, Brevoortia patronus“.
  • „Fisheries Snapshots“ (PDF).
  • „Jarðskjálftar keyra fiskimjölsverð í hæstu hæðir“.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.