Sænellika
(Endurbeint frá Metridium senile)
Sænellika (fræðiheiti: Metridium senile) er tegund sæfífla sem lifir við strendur Norðvestur-Evrópu og beggja vegna Norður-Ameríku. Sænellika er með algengustu sæfíflum í sjónum við Ísland.[1]
Sænellika | ||||||||||||||||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
Sænellika (Metridium senile) í sjávarfriðlandi á Englandi.
| ||||||||||||||||
Vísindaleg flokkun | ||||||||||||||||
| ||||||||||||||||
Tvínefni | ||||||||||||||||
Metridium senile |
Vistfræði
breytaSænellikan er rándýr sem étur smádýr sem berast til hennar með straumi. Helstu fæðuhópar sænellikunnar eru árfætlur, burstaormalirfur, lindýralirfur, Ascidia-lirfur (af undirfylkingu möttuldýra), marflær og hrúðurkarlalirfur.
Helstu afræningjar sænellikunnar eru bertálkninn Aeolidia papillosa, sæköngulóin Pycnogonum littorale, sæsniglar af ættinni Epitoniidae, sólkoli (Pseudopleuronectes americanus) og bláflekkur (Spondyliosoma cantharus).
Tilvísanir
breyta- ↑ Sjávarlíf (án árs). Sænellika.] Sótt þann 29. janúar 2021.