Sænellika

(Endurbeint frá Metridium senile)

Sænellika (fræðiheiti: Metridium senile) er tegund sæfífla sem lifir við strendur Norðvestur-Evrópu og beggja vegna Norður-Ameríku. Sænellika er með algengustu sæfíflum í sjónum við Ísland.[1]

Sænellika
Sænellika (Metridium senile) í sjávarfriðlandi á Englandi.
Sænellika (Metridium senile) í sjávarfriðlandi á Englandi.
Vísindaleg flokkun
Ríki: Dýraríki (Animalia)
Fylking: Holdýr (Cnidaria)
Flokkur: Kóraldýr (Anthozoa)
Undirflokkur: Sexukórallar (Hexacorallia)
Ættbálkur: Sæfíflar (Actiniaria)
Ætt: Metridiidae
Ættkvísl: Metridium
Tegund:
Sænellika (M. senile)

Tvínefni
Metridium senile

Vistfræði

breyta

Sænellikan er rándýr sem étur smádýr sem berast til hennar með straumi. Helstu fæðuhópar sænellikunnar eru árfætlur, burstaormalirfur, lindýralirfur, Ascidia-lirfur (af undirfylkingu möttuldýra), marflær og hrúðurkarlalirfur.

Helstu afræningjar sænellikunnar eru bertálkninn Aeolidia papillosa, sæköngulóin Pycnogonum littorale, sæsniglar af ættinni Epitoniidae, sólkoli (Pseudopleuronectes americanus) og bláflekkur (Spondyliosoma cantharus).

Tilvísanir

breyta
  1. Sjávarlíf (án árs). Sænellika.] Sótt þann 29. janúar 2021.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.