Meistarinn
Meistarinn er spurningaþáttur sem var á dagskrá Stöðvar 2 frá desember 2005 til 2006. Stjórnandi er Logi Bergmann Eiðsson. Þátturinn byggir ekki á neinni sérstakri fyrirmynd en svipar til ýmissa vinsælla spurningaþátta s.s. Viltu vinna milljón.
Árið 2006 sigraði verkfræðineminn Jónas Örn Helgason í keppninni og árið eftir menntskælingurinn Magnús Þorlákur Lúðvíksson. Þeir eiga það sameiginlegt að hafa báðir getið sér gott orð í spurningakeppninni Gettu betur áður en þeir tóku þátt í Meistaranum.
Fyrir jólin 2006 gaf Stöð 2 út samnefnt spurningaspil.