Megingjörð
(Endurbeint frá Megingjarðir)
Megingjörð er belti það sem Þór hefur um sig og þýðir nafnið "krafta/styrk-belti", en samkvæmt Gylfaginningu á það að auka "ásmegin" Þórs um hálft er hann girti sig með því.[1] Var það einn þriggja kostagripa Þórs, en hinir voru hamarinn Mjölnir og járnglófarnir Járngreip.
Þegar Þór fór að áeggjan Loka til Geirröðargarða án hamars, glófa og gjarða, þá fékk hann áþekka hluti hjá gýginni Gríði. Einnig eru hlutirnir nefndir í förinni til Útgarða-Loka.
Engar heimildir eru um megingjarðirnar eða járnglófana fyrr en í Snorra-Eddu, og gæti verið miðalda viðbót.[2]
Tilvísanir
breyta- ↑ Gylfaginning, kafli 21
- ↑ Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN 978-3-520-36803-4.