Matt Ryan (fæddur Matthew Ryan, 11. apríl 1981) er welskur leikari sem er þekktastur fyrir hlutverk sitt í Criminal Minds: Suspect Behavior.

Matt Ryan
Matt Ryan 2014
Matt Ryan 2014
Upplýsingar
FæddurMatthew Ryan
11. apríl 1981 (1981-04-11) (43 ára)
Ár virkur2000 -
Helstu hlutverk
Mick Rawson í Criminal Minds: Suspect Behavior

Einkalíf

breyta

Ryan fæddist í Swansea, Wales og stundaði nám við Bristol Old Vic Theatre School í Bristol, Englandi. Ryan gerðist meðlimur Royal Shakespeare Company árið 2004.

Ferill

breyta

Sjónvarp

breyta

Fyrsta sjónvarpshlutverk Ryan var árið 2000 í Nuts and Bolts. Hefur hann síðan þá komið fram sem gestaleikari í þáttum á borð við The Tudors, Torchwood og Collision. Árið 2010 þá var Ryan boðið hlutverk í Criminal Minds: Suspect Behavior sem Mick Rowson en aðeins þrettán þættir voru framleiddir.[1]

Kvikmyndir

breyta

Fyrsta kvikmyndahlutverk Ryan var árið 2002 í Pocket Money. Hefur hann síðan þá komið fram í kvikmyndum á borð við Miss Pettigrew Lives for a Day, Layer Cake og Flypaper.

Kvikmyndir og sjónvarp

breyta
Kvikmyndir
Ár Kvikmynd Hlutverk Athugasemd
2002 Pocket Money Johnny sem Matthew Evans
2004 Layer Cake Eiturlygjaneytandi nr. 2
2008 Miss Pettigrew Lives for a Day Gerry
2009 Wild Decembers Michael Bugler
2011 Flypaper Gates óskráður á lista
2012 Warhouse Edward Sterling Kvikmyndatökum lokið
2011 500 Miles North John Hogg Í eftirvinnslu
Sjónvarp
Ár Titill Hlutverk Athugasemd
2000 Nuts and Bolts Gilly ónefndir þættir
2004 Mine All Mine Tonker 2 þættir
2007 The Tudors Mr. Pace 3 þættir
2007 Consenting Adults Charlie Bullard Sjónvarpsmynd
2008 Torchwood Dale Þáttur: Meat
2008 Holby Blue Frankie Þáttur nr. 2.7
2009 Collision Dave Brown 5 þættir
2010 Criminal Minds Mick Rawson Þáttur: The Fight
2011 Criminal Minds: Suspect Behavior Mick Rawson 13 þættir

Tilvísanir

breyta
  1. Andreeva, Nellie (17. maí 2011). „CBS renews 'CSI:NY', cancels 'Criminal Minds: Suspect Behavior'. Deadline Hollywood. Sótt 17. maí 2011.

Heimildir

breyta

Tenglar

breyta