Martröð á jólanótt
Martröð á jólanótt (e. The Nightmare Before Christmas) er teiknimynd eftir Tim Burton sem kom út árið 1993. Myndin er byggð á samnefndu ljóði Burtons.
Martröð á jólanótt | |
---|---|
The Nightmare Before Christmas | |
Leikstjóri | Henry Selick |
Handritshöfundur | Tim Burton |
Framleiðandi | Tim Burton Denise DiNovi |
Leikarar | Chris Sarandon Danny Elfman Catherine O'Hara William Hickey Glenn Shadix Paul Reubers Ken Page Ed Ivory |
Kvikmyndagerð | Pete Kozachik |
Klipping | Stan Webb |
Tónlist | Danny Elfman |
Fyrirtæki | Touchstone Pictures |
Dreifiaðili | Buena Vista |
Frumsýning | 22. október 1993 |
Lengd | 76 mínútur |
Land | Bandaríkin |
Tungumál | Enska |
Ráðstöfunarfé | USD 18 milljónir |
Heildartekjur | USD 76.2 milljónir |
Ljóðið
breytaLjóðið fjallaði um Jóa Beinagrind (e. Jack Skellington), lifandi beinagrind og aðalhrekkjavökugaurinn í Hrekkjavökubæ (Halloweentown) og hvernig honum leiddist alltaf sama rútínan ár hvert. Hann fór því í sorgarhugleiðingum sínum í göngutúr sem endaði með því að hann villtist inn í Jólabæ og kynntist jólunum og heillaðist af þeim. Jói vildi breyta til og fór því og rændi jólasveininum og gerði sjálfann sig að jólasveini. En ekkert fer eins og ætlað er og áform hans verða að algjörri martröð.
Gerð myndarinnar
breytaBurton krotaði myndir og var fljótlega kominn með þá mynd af Jóa sem honum líkaði. Burton fannst mjög spennandi að gera myndina úr nokkurskonar brúðum með svokallaðri stop-motion aðferð, en þar eru brúðurnar færðar agnarögn milli myndatöku þannig að útkoman verður hreyfimynd.En Burton fannst hann ekki alveg hæfur til að beint leikstýra myndinni, svo að eftir að hafa fengið Disney til að framleiða myndina, lét hann vini sínum, Henry Selick leikstjórnartitilinn í té.
Caroline Thompson skrifaði handritið að myndinni. Við handritinu tók hæfileikaríkur hópur teiknara, myndlistamanna, leikmyndahönnuða, vírgrindagerðarmanna, brúðugerðarmanna, hreyfifræðinga, myndatökumanna og tæknibrellumanna.
Myndin er sett upp sem söngleikur, en ólíkt við aðra söngleiki þar sem tónlistaratriðinum er skeytt inn í myndina aðeins til að skreyta hana en ekki til að bæta við söguþráðinn, þá væri Martröð á jólanótt illskiljanleg ef að lögin væru með öllu klippt út úr henni. Danny Elfman samdi alla tónlist og lagatexta í verkinu. Upphaflega átti Danny ekki að gera textana líka en var svo ákafur að hann bara slysaðist óvart til að gera það. Á endanum fór það svo til Elfman söng fyrir einnig Jóa (en talsetti annars ekki fyrir hann).
Myndin var svo talsett og töluðu Chris Sarandon (hinn talandi Jói), Catherine O'Hara (Silla og Hrellir), William Hickey (Dr. Finklestein), Glenn Shadix (bæjarstjórinn) og fleiri fyrir persónur myndarinnar.