Maren orkustjórnunarkerfi

Maren er orkustjórnunarkerfi fyrir skip notað til að lágmarka olíunotkun, þar með minnka eldsneytiskostnað útgerða og draga úr mengun sjófara. Það er þróað af fyrirtækinu Marorku. Maren 2 kerfið var gefið út seinni hluta ársins 2005 og sýnt á Sjávarútvegssýningunni í Kópavogi það ár. Maren 2 hlaut það árið verðlaun sem besta nýja varan á sýningunni.

Maren
HöfundurJón Ágúst Þorsteinsson
HönnuðurMarorka
Nýjasta útgáfaMaren 2.8 / 2010
StýrikerfiWindows 7
Tungumál í boðiÍslenska, enska
Notkun Orkustjórnunarkerfi
Vefsíða Marorka]

Maren kerfið fylgist með mismunandi gerðum orkukerfa um borð í hinum ýmsu tegundum skipa. Það sýnir skipsstjórnendum samhengi milli stýringa þessara kerfa og olíueyðslu skipsins. Maren notar hermun og bestun til að koma með tillögur að bættri stýringu og tekur við það mið af hönnun skipsins og aðgerðum um borð.

TilvísanirBreyta

Samtök Iðnaðarins
Marorku fréttir

TenglarBreyta

Heimasíða Marorku