Mark Lanegan
Mark William Lanegan (fæddur 25. nóvember 1964; d. 22. febrúar 2022) var bandarískur tónlistarmaður og lagahöfundur frá Washingtonfylki. Hann var þekktur fyrir djúpa baritón rödd sína.
Lanegan hóf ferilinn með hljómsveitinni Screaming Trees á níunda áratugnum. Sú sveit taldist till gruggrokksins árla á 10. áratugnum sem þá var áberandi í rokkheiminum. Lagið Nearly Lost You sló í gegn með þeim árið 1992. Screaming Trees liðaðist í sundur smám saman og Lanegan fór að einbeita sér meira að sólóferli. Hann tók þátt í ýmsum hljómsveitum og verkefnum samhliða því og söng meðal annars í hljómsveitinni Mad Season (með meðlimum Pearl Jam og Alice in Chains).
Hann var meðlimur Queens of the Stone Age 2001-2005 og söng á fimm plötum þeirra. Einnig vann hann með Isobel Campbell fyrrum söngkonu Belle and Sebastian og breska tvíeykinu Soulsavers.
Stílar sem Lanegan hafði í sinni tónlistargerð eru til dæmis: Grugg, jaðarrokk, þjóðlagatónlist og blús.
Lanegan spilaði á tvennum tónleikum í Fríkirkjunni haustið 2013.
Mark Lanegan lést í febrúar 2022 í Killarney á Írlandi, 57 ára gamall.
Útgáfur
breytaScreaming Trees
breyta- Clairvoyance (1986)
- Even If and Especially When (1987)
- Invisible Lantern (1988)
- Buzz Factory (1989)
- Uncle Anesthesia (1991)
- Sweet Oblivion (1992)
- Dust (1996)
- Last Words: The Final Recordings (2011)
Mad season
breyta- Above (1995)
Sólóplötur
breyta- The Winding Sheet (1990)
- Whiskey for the Holy Ghost (1994)
- Scraps at Midnight (1998)
- I'll Take Care of You (1999)
- Field Songs (2001)
- Bubblegum (2004)
- Blues Funeral (2012)
- Imitations (2013)
- Phantom Radio (2014)
- Houston Publishing Demos 2002 (2015)
- Gargoyle (2017)
- Somebody's Knocking (2019)
- Straight Songs of Sorrow (2020)
Með Isobel Campbell
breyta- Ballad of the Broken Seas (2005)
- Sunday at Devil Dirt (2008)
- Hawk (2010)
Með Soulsavers
breyta- It's Not How Far You Fall, It's the Way You Land (2007)
- Broken (2009)
Gutter Twins
breyta- Saturnalia (2008)
með Duke Garwood
breyta- Black Pudding (2013)
- With Animals (2018)