Maraþon er bær á Grikklandi. Bærinn er þekktastur fyrir Orrustuna við Maraþon sem átti sér stað árið 490 f.Kr. og var háð milli Forn-Grikkja og Persa, þ.s. þeir fyrrnefndu sigruðu.

Grafhaugurinn við Maraþon

Maraþonhlaup breyta

Samkvæmt þjóðsögunni var það boðberi að nafni Pheidippides sem hljóp þá 42 km frá Maraþon til Aþenu til að segja frá sigri Forn-Grikkja. Þegar hann kom til Aþenu hrópaði hann nenikikamen! - "við unnum!", og féll við það dauður. Þegar Ólympíuleikarnir voru teknir upp á nýjan leik árið 1896, var tilsvarandi keppnisgrein sett á fót, og sá sem vann í fyrsta skiptið var gríski vatnsberinn Spyridon Louis.[1]

Bæjarfélag breyta

Núverandi bæjarfélag með nafnið Maraþon varð til árið 2011 þegar fjögur bæjarfélög sameinuðust:[2]

  • Grammatiko
  • Marathon
  • Nea Makri
  • Varnavas

Mannfjöldi breyta

Ár Bær Municipal unit Bæjarfélag
1981 4,841 - -
1991 5,453 12,979 -
2001 4,399 8,882 -
2011 7,170 12,849 33,423

Aðrir bæjir innan bæjarfélagsmarkanna eru Agios Panteleimonas (1.591 íbúi), Kato Souli (2.142), Vranas (1.082), Avra (191), Vothon (177), Ano Souli (232) og Schinias (262).

Áhugaverðir staðir breyta

  • Stór grafhaugur var byggður yfir hinu föllnu Aþeninga / Grikki. Er haugur þessi varðveittur og umlukinn garði.
  • Útvarpsmastur til samskipta við skip í þorpinu Kato Souli er 250 m hátt, og er Grikklands hæsta mannvirki.

Tilvísanir breyta

  1. [1] Stephen Gaylord Miller: Ancient Greek Athletics
  2. Kallikratis Geymt 13 nóvember 2018 í Wayback Machine (PDF) det græske indenrigsministerium (græsk)