Mansöngur
Mansöngur er ástarsöngur til konu en man þýðir kona. Mansöngur í kveðskap er ortur undir kvæðum hætti, það er rímnahætti, og er oftast formáli rímu í rímnaflokki. Þar yrkir höfundur, venjulega karlkyns, um konu sem hann hefur lagt ást á en oftast þó ekki fengið. Þess vegna eru mansöngvar oft tregafullir en þeir breyttust síðar og fjölluðu þá í auknum mæli um önnur efni, til dæmis um ættjarðarást eða leiða yfir því að fáir kunni að meta kveðskapinn.