Mankala
Mankala (arabíska: منقلة, manqalä) er flokkur borðspila sem líka eru kölluð sáðspil eða telja og grípa. Þekktustu afbrigðin á Vesturlöndum eru kalaha, oware, sungka og bao. Elstu minjar um leik af þessu tagi eru frá tímum Konungsríkisins Aksúm frá 6. eða 7. öld. Leikurinn hefur svipaða stöðu í Afríku og sums staðar í Asíu eins og skák á Vesturlöndum og í Mið-Austurlöndum.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist mankala.