Manierismi
Manierismi (síðendurreisn eða tilgerðarstefna) er myndlistarstíll sem kom fram um 1520. Eitt af sérkennum hans eru útskornar eða steyptar myndir sem gjarnan byggðu á hugmyndaflugi og er að mestu sótt í listhefðir Araba, Mára og Forn-Grikkja. Mannamyndir gerðar í þessum stíl einkennast af litlu höfði og löngum útlimum og flóknum stellingum. Meðal þekktra listamanna manierismans eru Pontormo, Parmigianino og El Greco.
Manierisminn hélst til um 1580 á Ítalíu og vék þá fyrir barokkstíl en norðar í Evrópu var manierismi ríkjandi listastefna þangað til í byrjun 18. aldar. Í dönskum húsgögnum frá þessum tíma má sjá merki um að fyrirmyndir voru sóttar í norræna sögu.
Wikimedia Commons er með margmiðlunarefni sem tengist Manierismi.