Mansjúría

landsvæði í Norðaustur-Asíu
(Endurbeint frá Mandsjúría)

Mansjúría (einfölduð kínverska: 满洲; hefðbundin kínverska: 滿洲; pinyin: Mǎnzhōu) er stórt landsvæði í Norðaustur-Asíu sem skiptist milli Kína og Rússlands. Sá hluti sem er í Kína er kallaður Norðaustur-Kína og inniheldur héruðin Heilongjiang, Jilin og Liaoning og Innri Mansjúría sem er hluti af Innri Mongólíu (Hulunbuir, Hinggan, Tongliao og Chifeng). Rússlandsmegin nær það yfir héruðin Primorskíj Kraj, Kabarovskíj Kraj, Sjálfstjórnarhérað gyðinga og Amúrhérað. Þessi héruð voru talin til Kína í Nertsinsksamningnum 1689 en féllu Rússum í skaut með Ajgunsamningnum 1858. Að auki er Sakalíneyja talin til Mansjúríu á gömlum japönskum og rússneskum kortum.

Héraðið heitir eftir Mansjúmönnum sem er eitt heiti á Jursjenum sem stofnuðu Tjingveldið á 17. öld. Áður höfðu Xianbei-menn og Kitanar stofnað ríki á þessum slóðum.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.