Malarás
Malarás er sand- og malarhryggur sem jökulvatn hefur skilið eftir sig í farvegi undir jökli og verður síðan eftir þegar jökullinn bráðnar. Malarásarnir eru því setmyndun jökulár við hörfandi jökul. Eitt af mörgu, sem er til marks um að jöklar hafi í eina tíð hulið landsvæði sem nú eru örísa, eru malarásarnir. Langur malarás liggur til dæmis eftir endilöngum Kaldadal.
Krákustígsás er sjaldgæf gerð malarása sem talið er að myndist þegar bræðsluvatn ryðst eftir sprungum í kjölfar framhlaups jökuls og ryður upp möl og sandi. Krákustígsásar sjást á Íslandi einungis við Eyjabakkajökul og Brúarjökul.[1]
Tengt efni
breytaTilvísanir
breyta- ↑ „Morgunblaðið - 207. tölublað (30.07.2008) - Tímarit.is“. timarit.is. Sótt 2. nóvember 2022.