Magnea J. Matthíasdóttir
Magnea Jóhanna Matthíasdóttir (f. 13. janúar 1953) er íslenskt skáld, leikskáld, rithöfundur og þýðandi. Hún vakti fyrst almenna athygli með ljóðabókinni Kopar árið 1976 og síðan „þríleiknum“ Hægara pælt en kýlt 1978, Göturæsiskandídatar 1979 og Sætir strákar 1981, sem allar fjalla um litríkt líf ungs fólks í Reykjavík. Hún hefur þýtt fjölda bóka og er nú stundakennari í þýðingafræði við Háskóla Íslands.