Magnús Guðmundsson (bankastjóri)
Magnús Guðmundsson er fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg. Síðla kvölds þann 6. maí 2010 var hann handtekinn ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni að beiðni sérstaks saksóknara eftir yfirheyrslur. Eftir bankahrunið var Kaupþing í Lúxemborg breytt í Banque Havilland, banka sem sérhæfir sig í eignamiklum viðskiptavinum og var Magnús bankastjóri bankans, en var settur af eftir að hann var handtekinn. Þeir voru báðir sakfelldir í febrúar 2015 í Hæstarétti.
Tenglar
breyta- Vefur Banque Havilland Geymt 10 júní 2010 í Wayback Machine
- Magnús Guðmundsson handtekinn, Rúv 6. maí 2010
- Skýrslutöku af Magnúsi lokið, frétt af Vísi.is 6. maí 2010
- Magnús Guðmundsson segist saklaus, frétt af Vísi.is 14. maí 2010
- Haldið í víking með innlendan sparnað, Morgunblaðið 3. maí 1998