Magnús Guðmundsson (bankastjóri)

Magnús Guðmundsson er fyrrverandi bankastjóri Kaupþings í Lúxemborg. Síðla kvölds þann 6. maí 2010 var hann handtekinn ásamt Hreiðari Má Sigurðssyni að beiðni sérstaks saksóknara eftir yfirheyrslur. Eftir bankahrunið var Kaupþing í Lúxemborg breytt í Banque Havilland, banka sem sérhæfir sig í eignamiklum viðskiptavinum og var Magnús bankastjóri bankans, en var settur af eftir að hann var handtekinn. Þeir voru báðir sakfelldir í febrúar 2015 í Hæstarétti.

Tenglar breyta