Magma Energy Corp
(Endurbeint frá Magma Energy)
Magma Energy Corp var kanadískt fyrirtæki sem sérhæfir sig í kaup á grænum orkufyrirtækjum. Þeir eru taldir hafa stofnað dóttur- og skúffufyrirtækið Magma Energy Sweden AB til að vera heimilt að kaupa hlut í HS Orku. Um þetta hafa spunnist þó nokkrar deilur.
Ákvarðanir um sölu á hlut í HS orku til Magma Energy voru teknar af meirihluta Sjálfstæðismanna í Reykjanesbæ, en í forsvari fyrir þá var Árni Sigfússon. Að þeim umræðum kom líka Orkuveita Reykjavíkur.
Árið 2011 sameinuðust Magma Energy Corp og Plutonic Power Corp í fyrirtækið Alterra Power Corp.