M/S Suðurland var íslenskt flutningaskip í eigu Nesskipa. Það sökk á miðnætti á aðfangadag 1986, um 290 sjómílur austur af Langanesi, er það var á leið til Murmansk með saltsíld í tunnum. Klukkan 23:17 sendi skipið frá sér neyðarkall um að það hefði fengið á sig alvarlega slagsíðu. Hálftíma síðar barst svo tilkynning frá skipstjóranum um að skipið væri að sökkva og að skipverjar væru að fara í björgunarbátana. Af ellefu manna áhöfn komust átta manns í björgunarbát. Höfðust skipsbrotsmenn við í lekum og rifnum björgunarbátnum í ellefu klukkustundir og létust þrír þeirra áður en bresk Nimrod þota gat kastað til þeirra nýjum björgunarbát. Þeim fimm sem eftir lifðu var bjargað af björgunarþyrlu Vædderen um klukkan eitt á jóladag.[1][2][3][4]

Árið 1999 kom út bókin Útkall í Atlantshafi á jólanótt eftir Óttar Sveinsson, sem fjallaði um skipsskaðann.[5]

Heimildarmyndin Höggið, sem fjallar um slysið, fékk Edduverðlaunin sem besta heimildarmyndin 2015.[6]

Heimildir

breyta
  1. „Vædderen kom á elleftu stundu“. Tíminn. 30 desember 1986. Sótt 20 júní 2018.
  2. „Vædderen kom á elleftu stundu“. Tíminn. 30 desember 1986. Sótt 20 júní 2018.
  3. „Björgunarvestislaus í jökulköldum sjónum“. Tíminn. 30 desember 1986. Sótt 20 júní 2018.
  4. „Orsakir ókunnar“. Þjóðviljinn. 30 desember 1986. Sótt 20 júní 2018.
  5. Linda Blöndal (20 febrúar 2015). „Hyggst gera stórmynd um skipskaða Suðurlandsins“. Vísir.is. Sótt 20 júní 2018.
  6. „Edduverðlaunin 2015“. eddan.is. Afrit af upprunalegu geymt þann 4 júlí 2018. Sótt 20 júní 2018.