Nesskip
Nesskip er íslenskt skipafélag stofnað 1974. Fyrirtækið sinnir aðallega stórflutningum og er aðili að alþjóðasamtökum skipafélaga BIMCO. Nesskip flytur út lýsi með tankskipum sínum Freyju og Frigg.
Þann 19. desember 2006 strandaði Wilson Muuga, flutningaskip í eigu Nesskips, undan Hvalsnesi. Við björgunaraðgerðir danska varðskipsins Triton sem var statt skammt frá fórst Jan Nordskov Larsen, einn dönsku sjóliðanna. Í maí 2007 var Wilson Muuga dregið aftur út á sjó og selt til líbansks fyrirtækis.
Árið 2006 eignast norska skipafélagið Wilson EuroCarries meirihluta í Nesskipum.