Goðsögn

(Endurbeint frá Mýþa)

Goðsögn er haft um frásögn sem gerist á forsögulegum tíma og sem fjallar um goð, gyðjur eða allavega dýr og skrímsli. Goðsagan lýsir oft hvernig heimurinn eða hluti heimsins varð til fyrir áorkan yfirnáttúrulegra afla.

Merkingarsvið

breyta

Í skáldskaparfræðum Aristótelesar er orðið „goðsögn“ (mýþos) notað um eftirlíkingu atburðarrásar en grunnmerking orðsins „mýþos“ er orð. Síðar var farið að nota orðið „mýþos“ um andstæðu „logos“, sem merkir einnig í grunninn „orð“ en var snemma haft um rökstudda greinargerð. Í samræðunni Prótagórasi eftir Platon býður Prótagóras til að mynda Sókratesi að velja hvort hann vilji heldur frá mýþos eða logos til útskýringar á tilurð réttlætisins, þ.e. hvort hann vilji heldur að Prótagóras segði sögu eða útskýrði með rökum. Einnig varð er fram liðu stundir munur á notkun orðanna „mýþos“ og „historia“, sem merkir í grunninn rannsókn en síðar einkum rannsókn á liðnum atburðum. Þá var farið að nota orðið „mýþos“ um það sem „ekki hefði raunverulega getað gerst“ og hefur sú verið merking orðsins „mýþos“ eða „gosögn“ æ síðan.

Skilin milli goðsögu og þjóðsögu er ekki mjög skörp en þó útskýra goðsögur frekar náttúrufyrirbæri eða félagslegar venjur og siði. Nú til dags er orðið „goðsögn“ einnig haft um nafnkunna menn sem ljómi leikur um: Hún var goðsögn í lifanda lífi; en þá er notkun orðsins sambærileg við notkun orðsins „þjóðsaga“ (legend) á öðrum málum.

Tengt efni

breyta

Tilvísanir

breyta


   Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.