Múskat er vínþrúga sem ræktuð er bæði til víngerðar, í rúsínur og sem ávöxtur. Litur múskatþrúga getur verið allt frá svarbláum yfir í hvítan. Bragðið er sterkt, sætt og ilmríkt. Múskat er aldagömul þrúga sem er ræktuð um allan heim. Útbreiðsla hennar í kringum Miðjarðarhafið og í Mið-Austurlöndum bendir til þess að hún sé elsta þekkta ræktunarafbrigði vínviðar.

Rauðar múskatþrúgur

Vegna þess hve einkennandi bragð er af flestum múskatvínum er algengast að nota þrúguna í sæt eftirréttavín eða styrkt vín og freyðivín. Á Portúgal og Spáni eru þessi sætu, sterku desertvín þekkt sem Moscatel eða Muscatel.

  Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.