Múgsefjun (hljómsveit)

Íslensk hljómsveit

Múgsefjun er íslensk rokkhljómsveit stofnuð af gítarleikurunum Hjalta Þorkelssyni og Birni Heiðari Jónssyni árið 2004. Harmónikkuleikarinn Sveinn Ingi Reynisson og bassaleikarinn Brynjar Páll Björnsson gengu síðar í hljómsveitina. Í upphafi árs 2007 tók Eiríkur Fannar Torfason við stöðu trommuleikara. Það ár tók hljómsveitin upp sína fyrstu plötu, Skiptar skoðanir, í Stúdíó Tanki á Flateyri. Platan kom út í byrjun árs 2008.

Sumarið 2012 sendi hljómsveitin frá sér sína aðra breiðskífu sem er samnefnd sveitinni. Platan inniheldur 13 lög, þ.á.m. Sendlingur og sandlóa, Þórðargleði og Fékkst ekki nóg.

Hljómsveitin spilar fremur léttleikandi rokktónlist með grípandi laglínum sem settar eru fram í meðvitað ofhlöðnum og flóknum útsetningum.

Plötur breyta

  • Skiptar skoðanir (2008)
  • Múgsefjun (2012)