Mótald er tæki sem mótar merki til að kóða stafrænar upplýsingar og afmótar merki til að afkóða þær upplýsingar. Tilgangur mótalds er að gefa frá sér merki sem auðvelt er að senda og afkóða þannig að upphaflegu gögnin geta verið lesin. Mótöld geta notast við sendingu hvaða hliðrænna merkja sem er, allt frá ljóstvistumútvarpi. Algengt dæmi um mótald er það sem er notað til að senda stafræn gögn úr tölvu sem mótað rafmerki um símalínu sem er þá móttekið af öðru mótaldi og gögnin afkóðuð.

Upphringimótald frá 1981

Mótöld eru yfirleitt flokkuð eftir magni gagna sem þau geta flutt á ákveðnu tímabili, oftast í bitum á sekúndu. Upphringimótöld voru víða notuð til að tengjast netinu áður en tilkoma breiðbands, en í dag eru ADSL-tengingar algengastar. Helsti munurinn á þessum tæknum, fyrir utan flutningshraðann, er sá að ADSL-mótöld eru alltaf tengd netinu en með upphringimótöldum þarf að hringja upp númer í hvert skipti sem óskað er eftir tengingu.

Mótöld voru oft innbyggð í tölvum sem voru seld á blómaskeiði upphringitenginga. Við tilkomu breiðbands eru mótöld oftast byggð inn í beinum og þannig geta fleiri tæki notað sömu tenginguna. Með svona beinum er líka hægt að bjóða upp á þráðlausa tengingu.

Tengt efni breyta

   Þessi tölvunarfræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.