Mónaða (úr grísku μονάς monas: eining, eind; monos: einn) var, samkvæmt Pýþagórasi og fylgismönnum hans, hugtak sem táknaði guð eða hina fyrstu veru eða heild allra vera. Mónaðan var uppsprettan eða hinn Eini án rjúfanlegra einda.

Framsetning pýþagóríassinna á mónöðu.

Mónöður Leibniz breyta

Eitt þekktasta dæmi heimspekisögunnar um tilraun til þess að útskýra samsetningu veruleikans er svokölluð mónöðufræði þýska heimspekingsins Gottfrieds Wilhelms Leibniz. Samkvæmt þeim samanstendur veruleikinn af óefnislegum eindum — mónöðum — sem hvorki geta eyðst né virkað hver á aðra og hafa frá sköpun heimsins starfað saman í fyrirfram stilltri samhljóðan. Með öðrum orðum þá byggist mónaða Leibniz á því að alheimurinn sé samræmd heild, gerð úr óbreytanlegum grunneiningum. Þær eru í senn andlegar og efnislegar og spegla alheiminn hver á sinn hátt.

   Þessi heimspekigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.