Mínos (gríska: Μίνως) er konungur sem kemur fyrir í forngrískum sögnum. Þar er hann konungur yfir Krít og sonur Seifs og Evrópu. Hann kemur fyrir í ýmsum sögum ásamt völundarsmiðnum Dædalosi, eiginkonu sinni Pasífae, Mínótárosi syni hennar og hetjunni Þeseifi. Ásamt bróður sínum Radamanþosi og Ajakosi var hann gerður að dómara í undirheimum eftir dauða sinn.

Mínos í víti Dantes, myndskreyting eftir Gustave Doré
Mínos getur líka átt við samræðuna Mínos eftir Platon.
Puzzle stub.svg  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.