Mína Mús
(Endurbeint frá Mínerva Mús)
Mína Mús (fullt nafn Mínerva Mús) er skálduð teiknimyndapersóna eftir Walt Disney. Hún er svört mús með svört, kringlótt eyru sem standa upp í loftið. Hún gengur í kjól og í háhæluðum skóm. Hún er með slaufu á hausnum sem getur verið í öllum mögulegum litum. Kærasti hennar heitir Mikki Mús Hún kemur oftast fram ásamt honum og öðrum persónum í Músabæ. Hún kom fyrst fram á sama tíma og Mikki í teiknimyndinni Plane Crazy 15. maí 1928.