Mærudoppa (fræðiheiti: Epilichen scabrosus) er tegund fléttu af flikruætt. Mærudoppan lifir sníkjulífi á öðrum fléttum þar sem hún vex yfir þal þeirra og myndar þar reitaskipt þal og úr því spretta svo svartar askhirslur.[2] Mærudoppa hefur fundist í öllum landshlutum Íslands[2] og er algeng um allt land.[3]

Mærudoppa
Vísindaleg flokkun
Ríki: Sveppir (Fungi)
Fylking: Asksveppir (Ascomycota)
Flokkur: Diskfléttur (Lecanoromycetes)
Ættbálkur: Diskfléttubálkur (Lecanorales)
Ætt: Flikruætt (Rhizocarpaceae)
Ættkvísl: Epilichen
Tegund:
Mærudoppa (E. scabrosus)

(Ach.) Clem.[1]
Tvínefni
Epilichen scabrosus
Samheiti

Buellia scabrosa (Ach.) A. Massal.[1]
Epilichen scruposus[1]
Karschia scabrosa (Ach.) Rehm[1]

Hýslar

breyta

Mærudoppa lifir sníkjulífi á öðrum fléttutegundum með því að vaxa yfir þal þeirra. Vitað er að hún sníkir á torfmæru og myndar á henni gulgræna bletti og svartar askhirslur.[2] Til eru heimildir fyrir því að mærudoppa geti vaxið á öðrum tegundum sömu ættkvíslar, Baeomyces placophyllus og Baeomyces carneus.[3]

Efnafræði

breyta

Ekki er vitað um rannsóknir á því hvort mærudoppa myndi nokkur þekkt fléttuefni.[4] Þalsvörun mærudoppu er K jákvæð gul, C neikvæð, KC neikvæð og P jákvæð laxagul.[4]

Tilvísanir

breyta
  1. 1,0 1,1 1,2 1,3 Rambold G. (ritstj.) (2019). LIAS: A Global Information System for Lichenized and Non-Lichenized Ascomycetes (útg. desember 2015). Í: Species 2000 & ITIS Catalogue of Life, 26. febrúar 2019 (Roskov Y., Ower G., Orrell T., Nicolson D., Bailly N., Kirk P.M., Bourgoin T., DeWalt R.E., Decock W., Nieukerken E. van, Zarucchi J., Penev L., ritstj.). Species 2000: Naturalis, Leiden, Hollandi. ISSN 2405-8858.
  2. 2,0 2,1 2,2 Flóra Íslands (án árs). Mærudoppa - Epilichen scabrosus. Sótt þann 18. mars 2019.
  3. 3,0 3,1 Starri Heiðmarsson (2007). Mærudoppa - Epilichen scabrosus. Náttúrufræðistofnun Íslands. Sótt 18. mars 2019.
  4. 4,0 4,1 Hörður Kristinsson (2016). Íslenskar fléttur. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag.
   Þessi líffræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.