Málvísindi

(Endurbeint frá Málvísindamaður)

Málvísindi er sú grein vísinda sem fæst við rannsóknir á tungumálum. Erfitt er að henda á því reiður hvert er nákvæmt viðfangsefni málvísinda því þau tengjast nánast öllum fræðum um manninn að einhverju leyti.

Síða úr áströlsku bókinni gurre kamilaroi.

Tvískiptingar og tungumál

breyta

Það má hugsa sér málvísindarannsóknir eftir eftirfarandi þremur tvískiptingum:

Söguleg og samtímaleg málvísindi Söguleg málvísindi fást við sögu ákveðins tungumáls eða tungumálafjölskyldu á einhverju tímabili, breytingar á einstökum þáttum þeirra eða formgerðum. Samtímaleg málvísindi fást aftur á móti við rannsóknir á tungumáli á ákveðnu stigi í tíma.

Kennileg og hagnýtt málvísindi Kennileg málvísindi eru líka kölluð almenn málvísindi og fást við að setja fram kenningar til að lýsa tungumálum almennt eða einstökum tungumálum. Í hagnýttum málvísindum er þessum kenningum svo beitt á öðrum sviðum, t.d. við tungumálakennslu.

Málvísindi í samhengi við aðra hluti og sérstæð málvísindi Einnig eru til undirgreinar málvísinda sem fást við tungumálið í ýmsu samhengi, t.d. félagslegu; félagsmálvísindi, málnotkunarfræði og rannsóknir á máltöku falla undir þennan hluta. Sérstæð málvísindi eru hins vegar rannsóknir á tungumálum sem taka ekki tillit til neinna utanaðkomandi þátta.

Erfitt er að gefa málvísindum ákveðinn stað innan til dæmis sviða á borð við hugvísindi, raunvísindi eða félagsvísindi. Það er bæði vegna þess að menn eru ekki á eitt sáttir um hvar þau eiga heima en einnig er augljóst að erfitt er að færa fræðigrein sem fæst við allt frá eðlisfræðilegum eigindum málhljóða til félagslegra áhrifa í málnotkun í einhvern ákveðinn bás.

Rannsóknarsvið kennilegra málvísinda

breyta

Undir kennileg málvísindi heyra mörg svið sem eru að nokkru leyti rannsökuð sjálfstætt:

  • Hljóðfræði fjallar um málhljóð tungumála
  • Hljóðkerfisfræði fjallar um hegðun málhljóðanna innan hljóðkerfa tungumála
  • Málgerðafræði (týpología) fjallar um málfræðilegar eigindir sem fyrirfinnast í öllum málum heims
  • Málnotkunarfræði fjallar um það hvernig talið er notað (bókstaflega, í yfirfærðri merkingu o.s.frv.) í samskiptum
  • Merkingarfræði fjallar um merkingu orða og hvernig þau mynda saman merkingu setninga
  • Orðhlutafræði fjallar um innri byggingu orða, um beygingu og orðmyndun
  • Orðræðugreining fjallar um setningar sem mynda texta
  • Setningafræði fjallar um það hvernig orð raðast saman til að mynda málfræðilega tækar setningar
  • Söguleg málfræði fjallar um tengsl milli skyldra mála
  • Stílfræði fjallar um stíl í hinum ýmsu tungumálum

Umfjöllunarefni þessara sviða skarast töluvert og sum eru umdeild. Engu að síður hefur hvert svið sín eigin hugtök sem hafa mikla þýðingu í rannsóknum.

Tengt efni

breyta

Tenglar

breyta