Málmfræði
Málmfræði er sú grein efnafræðinnar sem rannsakar eiginleika málmkenndra frumefna og málmblendur.
Málmfræði hefur verið stunduð frá byrjun bronsaldarinnar má segja því þá lærðu menn að blanda saman tini og kopar til að mynda málmblenduna brons.
Í dag er hún aðallega stunduð til að læra að búa til nýjar og ódýrar málmblöndur sem vinna betur en þær málmblöndur sem við þekkjum í dag.