Lyngdalsheiði er heiði milli Laugarvatns og Þingvalla. Vegur var lagður norðan við Lyngdalsheiði um Gjábakkahraun og um Reyðarhraun árið 1907 fyrir komu Friðriks 8. Danakonungs og var sá vegur einu sinni kallaður Kóngsvegur. Skammt frá veginum eru nokkrir hellar, meðal þeirra eru Laugarvatnshellir, Gjábakkahellir, Vegkantshellir, Tintron, Lambhellir og Tvíbotni.

Lyngdalsheiði


Heimild breyta